Michael Green
Michael Green
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ísland er í 4. sæti á lista 133 þjóða Social Progress Index vísitölunnar (SPI), en hún byggir á nýrri nálgun hvað varðar greiningu á innviðum og samfélagsþáttum sem hafa áhrif á samkeppnishæfni þjóða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Deloitte og Gekon.

Michael Green er aðalritstjóri og framkvæmdastjóri SPI. Engir hagrænir mælikvarðar eru undirliggjandi í mælingunni líkt og í flestum alþjóðlegum mælikvörðum sem segja til um samkeppnishæfni og hagsæld þjóða.

Staða Íslands á listanum er góð miðað við mælikvarða SPI vísitölunnar en þrátt fyrir góðan árangur kemur Ísland nokkuð illa út í einstökum mælingum. Þannig er Ísland í 67. sæti hvað varðar aðgengi að ódýru húsnæði og í 87. sæti hvað varðar offitu. Þá er Ísland í 66. sæti varðandi sjálfsmorðstíðni og 55. sæti í trúfrelsi.

Þá er Ísland í 27. sæti sæti hvað varðar aðgengi að framhaldsskólamenntun og 54. sæti í fjölda samkeppnishæfra alþjóðlegra háskóla.