Ísland er mesta ferðaþjónustulandið á Norðurlöndunum. Þetta sést þegar bornar eru saman hagtölur. Þegar skoðað er hversu hátt hlutfall ferðaþjónusta er af þjóðarframleiðslunni, þá er Ísland langhæst með 4.5%, Noregur með 3.1%, Svíþjóð með 2.8% og Finnland og Danmörk með 2.4%.

Þegar skoðað er hlutfall ferðaþjónustunnar í gjaldeyrissköpun þá er það hlutfall 12.6% á Íslandi en í hinum löndunum er hlutfallið alls staðar undir 5% samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar.