*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 22. janúar 2018 14:03

Ísland næst hæst á IDI vísitölunni

Ársfundur Alþjóðaefnahagsráðsins hefst í Davos í dag en af því tilefni hefur IDI vísitalan verið gefin út.

Ritstjórn
epa

Ársfundur Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) hefst í Davos í dag. Ráðstefnan fer fram í 400 málstofum en hægt er að horfa á um helming þeirra á vefsíðu Alþjóðaefnahagsráðsins.

Í tilefni af ársfundinum hefur verið gefin út Almenna þróunarvísitalan (e. Inclusive Development Index - IDI) fyrir árið 2018 sem er ætlað að vera annar valkostur við Verga landsframleiðslu en gefa betri mynd af því hvernig fólk leggur mat á efnahagslegar framfarir ríkja. Vísitalan tekur mið af fimmtán þáttum en þeirra á meðal eru landsframleiðsla á mann, framleiðni, tekju- og eignadreifing, meðaltekjur, opinberar skuldir, hlutfalli ellilífeyrisþega af fólki á vinnualdri og fleiri þættir.

Samkvæmt vísitölunni mælist Noregur efst en Ísland er í öðru sæti. Lúxemborg er í þriðja sæti, Sviss í því fjórða og Danmörk í því fimmta. Frekari upplýsingar um niðurstöðu fyrir einstök ríki má svo finna hér.

Yfirskrift ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins í ár er Sköpun sameiginlegrar framtíðar í sundurleitum

heimi.  

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is