Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir tíu hamingjusömustu þjóð heims en Danmörk situr í efsta sæti listans. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni segir að samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna mælist íbúar landsins þeir hamingjusömustu, en því sé þakkað öflugu velferðarkerfi, miklu einstaklingsfrelsi og lítilli spillingu.

Ísland situr í níunda sæti listans. Forbes segir að fámenni landsins hjálpi til við að koma því þetta hátt á listanum. Þannig telji Íslendingar helst allra í heiminum að hægt sé að stóla á vini og nágranna þegar eitthvað bjáti á, auk þess sem landið sé í fimmta sæti á heimsvísu hvað lífslíkur varði.

Tíu hamingjusömustu þjóðir heims

1. Danmörk
2. Noregur
3. Sviss
4. Holland
5. Svíþjóð
6. Kanada
7. Finnland
8. Austurríki
9. Ísland
10. Ástralía