Loftferðasamningur milli Íslands og Egyptalands var áritaður í Kaíró 18. júní síðastliðinn. Þetta er fyrsti loftferðasamningurinn milli ríkjanna og hefur hann þegar tekið gildi til bráðabirgða, fram að formlegri undirritun.

Í samningnum felast grunn flugréttindi fyrir flugrekendur ríkjanna, að því er segir í fréttatilkynningu frá samgönguráðuneytinu. „Samningurinn tekur til áætlunarflugs milli ríkjanna án takmarkana á flutningsmagni, en með takmörkunum á tíðni fluga til tiltekinna áfangastaða í Egyptalandi en ótakmarkaða tíðni á vinsæla ferðamannastaði,“ segir í tilkynningunni.