Skýrsla nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna var á dögunum kynnt á málþinginu: Hver verða tækifæri og áskoranir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar?

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallaði að loknum erindum og pallborðsumræðum um sýn stjórnvalda á þau tækifæri og áskoranir sem felast í breytingunum. Á málþinginu héldu þau Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Aton, Lilja Dögg Jónsdóttir hagfræðingur og Dr. Kristinn Þórisson, forstöðumaður Vitvélastofnunar Íslands, erindi.

Að loknum erindunum tóku við pallborðsumræður með þeim Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálamálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Bergi Ebba Benediktssyni rithöfundi og Ragnheiði Hrefnu Magnúsdóttur, forstöðumanni hjá Veitum. Fjölmiðlamaðurinn Guðni Tómasson stýrði umræðum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hér frá sýn stjórnvalda á þau tækifæri og áskoranir sem felast í breytingum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ingi Bogi Bogason, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, ritstjóri Northstack, fylgdist áhugasamur með gangi mála.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, lét sig ekki vanta á fundinn.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrum borgarstjóri og Alþingismaður Samfylkingarinnar.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Dr. Eyþór Ívar Jónsson lagði kirfilega við hlustir meðan á málþinginu stóð.