Við höfum áhyggjur af hve lítil fjárfesting er fram undan í orku, iðnaði og innviðum. Landsvirkjun hefur gefið það út að það verði eiginlega engar nýframkvæmdir á árinu 2019,“ segir Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Mannviti. „Það er klárlega að myndast einhver slaki í hagkerfinu.

Vegagerðin er til að mynda með fullt af verkefnum fram undan en vantar bara að fá fjármagn.“ Tryggvi kallar eftir því að ríkisvaldið stígi inn í. „Annaðhvort sjálft eða búi til einhvern ramma þannig að einkafjármagn geti farið með í samstarf með hinu opinbera.“ „Það er svo arðbært að byggja upp innviði. Hvað þá núna með alla þessa ferðamenn,“ segir Tryggvi. „Það sést hvað góðir innvið- ir skipta miklu máli. Sjáðu bara Reykjanesbrautina. Hún var tvö- földuð fyrir tíu árum síðan. Þú getur rétt ímyndað þér hver stað- an væri ef það hefði ekki verið gert.“

Óvissa árið 2019

Tryggvi segir að verkefnin hjá Mannviti séu næg. „En maður veit ekki hvernig staðan verður í lok árs og sérstaklega í lok næsta árs. Það eru margar stórar framkvæmdir að klárast. Til að mynda er PCC, Þeistareykjum og stækkun Búrfells að ljúka á þessu ári og maður sér ekki hvað er að koma í staðinn,“ segir hann.

Má aldrei slaka á

Tryggvi segir að hrunið hafi ekki haft sömu áhrif á Mannvit og mörg önnur fyrirtæki. „Það var áfram fjárfesting í orku og iðnaði fram til 2012. Það er eiginlega ekki fyrr en 2013 sem kreppan hittir okkur,“ segir Tryggvi. „Síðan höfum við smám saman verið að byggja þetta upp aftur og verið með góðan og heilbrigðan rekstur undanfarin ár. En maður má aldrei halla sér aftur í þessum bransa heldur þarf alltaf að vera á tánum.“

Ísland of dýrt fyrir Noreg

Tryggvi segir að kostnaður við verkfræði- og ráðgjafastörf hafi hækkað mikið í samanburði við önnur lönd að undanförnu. „Það sem við horfum núna á er að laun hafa hækkað og krónan styrkst og ef eitthvað gefur á höfum við engin tök á að leita erlendis eftir verkefnum, við erum allt of dýr. Við erum meira að segja of dýr fyrir Noregsmarkað. Ætli við séum ekki 20 til 30% of dýr fyrir Noreg.“ Tryggvi bendir á að ein norsk króna hafi kostað 22 íslenskar krónur árið 2013 en kosti nú 13 íslenskar krónur. „Þannig að á síðustu fjórum til fimm árum hefur þetta breyst svakalega. Það er alveg sama hvar við berum nið- ur. Það er mjög erfitt fyrir okkur að selja þjónustu frá Íslandi yfir landamæri,“ segir Tryggvi.

Áhyggjur af stöðu jarðvarmans

Mannvit rekur skrifstofur í Noregi, á Grænlandi, í Þýskalandi og Ungverjalandi. Á skrifstofunum í Þýskalandi og Ungverjalandi starfa um 50 manns starfa, að stórum hluta við jarðvarmaverkefni. „Maður veit ekki hvað verður um jarðhitamarkaðinn hér á landi. Maður er hræddur um að þekkingin okkar endi í Mið-Evrópu eða á elliheimilum ef við höldum ekki áfram að byggja upp eða þróa þennan markað,“ segir Tryggvi. „Kannski erum við komin að ákveðnum mörkum því það er erfiðara að finna nýja virkjanakosti og þurfum að fara að einbeita okkur að því að ná meira út úr því sem við höfum,“ segir Tryggvi.

Nánar er fjallað um málið í Verk og vit, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .