Er það hækkun úr sæti númer 101 á síðasta ári sem þýðir að vörumerkið hefur vaxið hraðar en nokkuð annað, hvort tveggja sem land og sem áfangastaður, að því er Morgunblaðið greinir frá.

Brand Finance, sem er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki segir ástæðuna fyrir hve vaxandi hlutur ferðamennskunnar sé á Íslandi með 212 milljón Bandaríkjadala eyðslu með debet- og kreditkortum hér á landi á síðasta ári sé vegna Game of Thrones.

„Fyrir tilstilli sjónvarpsþáttaraðarinnar Game of Thrones, sem var tekin upp að töluverðum hluta á Íslandi, fékk landið til sín metfjölda erlendra ferðamanna árið 2016,“ þýðir blaðið upp úr skýrslu Brand Finance.

Önnur ríki á norðurlöndunum eru ofar á listanum en Ísland en þau uxu þó ekki jafnhratt og Ísland sem hækkaði um 83% á milli ára. Noregur stökk upp í 9. sætið eftir 15% hækkun, Svíþjóð er í 8. sæti en virði vörumerkis landsins lækkaði um 5% en Finnar eru efstir í 6. sæti. Efstu þrjú löndin eru Singapúr, Sviss og svo Sameinuðu Arabísku furstadæmin.