Vaxtalækkun Seðlabanka Íslands bendir til að efnahagur Íslands sé að ná heilsu á ný eftir stöðugan samdrátt landsframleiðslu sjö ársfjórðunga í röð. Efnahagsbati landsins veldur írskur stjórnmálamönnum vandræðum, því þar í landi eru aðstæður að versna.

Þannig byrjar grein Phillip Inman á vefsíðu Guardian. Í greininni ber Inman saman löndin tvö og segir að írska stjórnarandstaðan berjist nú fyrir því að rifta samningum um neyðaraðstoð sem írsk stjórnvöld gerðu við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Segir að á sama tíma og að samningar virðast vera að nást um Icesave, sem bera lægri en 2,8%, hefur Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands samþykkt að greiða allt að 7% vexti af nýjum lánum frá ESB og Bretlandi. Fjármálaráðherrann segir að samningarnir séu Írum í hag til langs tíma litið. Hann segist ósammála því að það sé Írum fyrir bestu að skipta um gjaldmiðil og geta þannig lækkað gengi gjaldmiðils landsins til að ýta undir útflutning og ferðamannaiðnað. Margir telja að með þeim hætti geti Írland farið sömu leið og Ísland út úr kreppunni.

Lenihan telur að margir þeirra erlendu fjárfesta í landinu muni fara annað ef Írar gefi evruna upp á bátinn. Því sé leið Íra sú rétta í stöðunni.

Grein Phillip Inman má lesa hér .