Ísland er í fjórða sæti yfir samkeppnishæfustu lönd heims árið 2005, samkvæmt nýrri skýrslu International Institute for Management Development, (IMD). Bandaríkin eru enn sem áður í fyrsta sæti, en dregið hefur saman með efstu þjóðum.

Í skýrslu IMD er tekið fram að Ísland hafi vakið mikla athygli á alþjóðlegum markaði þessu ári, enda órói á fjármálamarkaði. IMD telur að ólíklegt sé að Ísland haldi fjórða sæti á komandi ári.