Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Suður-Kóreu til að komast hjá tvísköttun og nær samningurinn til tekju- og eignaskatta.

Munu stjórnvöld landanna undirbúa fullgildingu samningsins í framhaldinu og standa vonir til að hann geti tekið gildi 1. janúar næst komandi.

Samningurinn inniheldur m.a. ákvæði um skattleysi kennara og rannsóknaraðila í hinu ríkinu í 2 ár frá komu til samningsríkis.

Samkvæmt kóreanskri löggjöf eru kennarar taldir heimilisfastir í Suður-Kóreu og því skattlagðir þar þótt þeir fari og kenni erlendis.