Andri Heiðar Kristinsson, forstjóri sprotafyrirtækisins Travelade, sem er samfélags- og upplýsingavefur um ferðalög, segir Íslendinga standa frammi fyrir miklum tækifærum í að leiða nýsköpun og þróun á sjálfbærri ferðaþjónustu á alþjóðavísu.

„Við sem þjóðfélag stöndum frammi fyrir svipuðum tækifærum, sem og áskorunum og við stóðum frammi fyrir í sjávar­útvegi fyrir nokkrum áratugum þegar við mokveiddum án ábyrgðar og langtímahugsunar. Okkur tókst sem betur fer að snúa hratt við þessari þróun og á stuttum tíma urðum við Íslendingar leiðandi í heiminum í stjórnun sjálfbærra fiskveiða og tækniþróun í sjávarútvegi.

Ég tel að við stöndum í dag frammi fyrir sambærilegu tækifæri þegar kemur að því að leiða nýsköpun og þróun á sjálfbærri ferða­ þjónustu með öflugri tækni að leiðarljósi. Við getum lært mikið af þeim hraða uppgangi sem hér hefur orðið í ferðaþjónustu og þeirri tækni- og markaðsþekkingu sem hér hefur byggst upp. Ef við spilum rétt úr tækifærinu eigum við þess kost á að leiða þróun alþjóðlega á þessu sviði,“ segir Andri.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .