Vöxtur útflutnings hrávara frá Íslandi til BRIC-landanna svokölluðu jókst um 342% á árunum 2002-2006, að því er kemur fram í nýrri rannsókn frá Arthur D. Little ráðgjafafyrirtækinu. BRIC-löndin er samheiti yfir hraðvaxtarhagkerfin Brasilíu, Rússland, Indland og Rússland.

Í rannsókninni kemur fram að eftir 15 ár verði BRIC-hagkerfin að minnsta kosti jafnstór og hagkerfi sjö stærstu iðnríkja heims, sem venjulega ganga undir nafninu G7.

Af öllum 30 aðildarlöndum OECD hefur Ísland aukið sinn hrávöruútflutning mest til BRIC landanna.

Ísland er jafnframt hið eina af Norðurlöndunum sem hefur aukið útflutning sinn til þessara landa, meðan hin hafa staðið í stað eða dregið úr honum.

Rannsókn Arthur D. Little hefur ekki ennþá verið gefin opinberlega út, en þess er að vænta.