Ársfundur Íslandsstofu var haldinn á Grand Hótel Reykjavík í morgun en yfirskrift fundarins var „Tækifæri í austri". Meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum var Victor Gao, framkvæmdastjóri China National Association of International Studies og fyrrum túlkur Deng Xiaoping, fyrrum aðalritara Kommúnistaflokksins í Kína.

Á fundinum talaði Gao um vaxandi mikilvægi alþjóðasamstarfs og alþjóðaviðskipta fyrir kínverskt efnahagslíf og fagnaði því sérstaklega að Ísland hefði verið fyrsta Evrópuríkið til að undirrita fríverslunarsamning við Kína. Spurður að því hvort jafn lítið land og Ísland geti þjónað einhveru mikilvægi fyrir jafn stórt land og Kína segir Gao að svo sé. Kína stefnir á enn frekari framkvæmdir á Norðurslóðum og gegni því Ísland í því ljósi mjög miklu strategísku mikilvægi fyrir Kína. Jafnframt er Ísland farið að verða mjög vinsæll ferðamannastaður fyrir kínverja.

VB Sjónvarp ræddi við Gao.