Þetta kom fram á fundi með Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja í dag. Þar sem einnig var rætt um núverandi fríverslunarsamning á milli Íslands og Færeyja. Ráðherrar sammæltust um að yfir þann samning mætti yfirfara og skoða hvort væri hægt að bæta samninginn.

Færeyingar hafa formlega óskað eftir að ganga í EFTA - og hefur umsóknin verið til umræðu EFTA-ríkjanna í sumar. EFTA ríkin eru fjögur; Sviss, Noregur, Lichtenstein og Ísland og þurfa öll þau ríki að samþykkja aðild Færeyja.

Lilja bendir á að aðild Færeyja myndi hafa jákvæð áhrif á samtökin, stuðla að fjölbreytni og skapa tækifæri fyrir vinaþjóð okkar, Færeyjar. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu kemur einnig fram að Íslendingar óski eftir enn nánara samstarfi við Færeyjar.