Pal Csaky, aðstoðarforsætisráðherra Slóvaíku í Evrópumálum, mannréttindum og minnihlutahópum, hitti Brit Lovseth, norska sendiherrann þar í landi, síðastliðinn mánudag.

Á fundinum var greint frá því að Slóvakía mun fá rúmlega fimm milljarða í styrk frá Evrópska efnahagssvæðinu og mun 95% fjárframlagsins koma frá Noregi.

Þau 5% sem eftir eru munu koma frá Íslandi og Liechtenstein.

Tilgangur fjárhagsaðstoðarinnar er að brúa félagslegt og efnahagslegt bil þar í landi, hjálpa Slóvakíu að innlimast innrimörkuðum Evrópusambandsins og efla samstarf milli þessarra landa. Mun verkefnið standa fram til ársins 2009.

Með því að löndin, Ísland, Liechtenstein og Noregur, bjóði fram fjárhagsaðstoð til nýrra aðildarlanda Evrópusambandsins eru þau í raun og veru að borga fyrir aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, segir í frétt slóvakísku fréttaveitunnar SITA.