Matsfyrirtækið Standard & Poors hefur tekið Ísland af athugunarlista þar sem horfum var lýst neikvæðum. Þrátt fyrir að hafa verið fært af athugunarlistanum hefur horfum ekki verið breytt og þær ennþá taldar neikvæðar.

Í yfirlýsingu frá S&P sem Bloomberg birtir segir að áhættuþáttum við erlenda fjármögnun Íslands hafi fækkað. Meðal þeirra þátta sem S&P horfði til og greint var frá í apríl sl. var hvernig myndi spilast úr málum tengdum Icesave. Einnig skipti máli hvernig samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn myndi ganga og aðgangur að lánalínum í gegnum Norðurlöndum.