Ísland stendur sig best allra þjóða þegar kemur að hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa í rafmagnsframleiðslu, samkvæmt nýjum tölum frá Alþjóða orkumálastofnuninni (IEA). Hér á landi er hlutfallið 99,99% og er mun hærra en í öðrum Evrópulöndum, að Noregi frátöldum þar sem hlutfallið er tæp 98%. Þetta kemur fram í frétt á síðu Samorku .

Hlutfall 1 - Samorka
Hlutfall 1 - Samorka
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Mynd fengin af vefsíðu Samorku.

Ísland er jafnframt í neðsta sæti þegar hlutfall jarðefnaeldsneytis, sem er meðal annars olía, kol og gas, við rafmagnsframleiðslu er borið saman. Þar er hlutfallið 0,01% hérlendis, en hjá um helmingi samanburðarlandanna er hlutfallið um og yfir 50%.

„Eins og sjá má standa Eistland, Pólland og Holland frammi fyrir verðugu verkefni þegar kemur að því að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í rafmagnsframleiðslu, en hlutfall kola, gass og olíu er þar í kringum 90%,“ segir að lokum í frétt Samorku.

Hlutfall 2 - Samorka
Hlutfall 2 - Samorka
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Mynd fengin af vefsíðu Samorku.