Bandaríski seðlabankinn gerði í gær gjaldeyrisskiptasamninga við helstu seðlabanka Norðurlandanna auk þess ástralska.

Sambærilegir samningar hafa verið gerðir við aðra seðlabanka. Um er að ræða gjaldeyrisskiptasamninga að verðmæti 30 milljarðar Bandaríkjadala og er gripið til þeirra til þess að aflétta dollaraþurrð á millibankamörkuðum viðkomandi ríkja.

Athygli vekur að samningurinn er gerður við öll Norðurlöndin sem reka sjálfstæða peningamálastefnu, nema Ísland.

Viðskiptablaðið hafði samband við Seðlabanka Íslands í kjölfar fregnanna en þar reyndist ekki kleift að fá viðbrögð. Blaðinu barst hins vegar eftirfarandi sending frá Seðlabankanum: „Að svo stöddu er ekki að vænta yfirlýsingar Seðlabanka Íslands um gjaldmiðlaskiptasamninga bandaríska seðlabankans við seðlabanka nokkurra landa sem tilkynnt var um í morgun.“

Viðskiptablaðið hafði samband við forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið vegna málsins. Á báðum stöðum var fyrirspurninni beint til Seðlabanka Íslands.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .