Ein stærsta ráðstefna í viðskiptafræðum í Evrópu verður haldin á Íslandi eftir tvö ár.

Hefur stjórn EURAM, European Academy of Management, valið Viðskiptafræðideild HÍ til að skipuleggja og stjórna ráðstefnunni sem haldin verður í júní árið 2018. Munu um 1200 til 1400 fræðimenn koma á ráðstefnuna sem ber yfirskriftina „Reasearch in Action“.

Sérstök áhersla á íslensk viðfangsefni

Markmið hennar verður að tengja saman fræðilega umræðu og raunhæfa nálgun ásamt því að hvetja til nýsköpunar í aðferðafræði og vali á viðfangsefnum. Verður sérstök áhersla lögð á viðfangsefni sem tengjast Íslandi með beinum hætti.

EURAM var stofnað 2001 með 49 aðildarþjóðum, en árleg ráðstefna samtakanna er langmikilvægasti viðburður samtakanna. Margir þekktustu fræðimenn Evrópu, Asíu, Ástralíu og Ameríku eru fastagestir ráðstefnunnar, en ráðstefnustjóri og formaður undirbúningsnefndar verður Eyþór Ívar Jónsson forstöðumaðu Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum við hÍ og lektor við Viðskiptafræðideild.