Í nýrri samantekt OECD á menntamálum aðildarríkja sinna kemur fram að Ísland eyðir allra landa mest í málaflokkinn, sé miðað við hlutfall af vergri landsframleiðslu. Útgjöld til menntastofnana jukust í öllum OECD löndunum frá 1995 til 2005 og að meðaltali um 19% frá 2000 til 2005.

Að meðaltali vörðu OECD ríkin 6,1% af vergri landsframleiðslu til menntastofnana árið 2005. Útgjöld Íslands til menntastofnana námu hins vega 8,0% af vergri landsframleiðslu árið 2005.