Meiri áhugi er nú á Íslandi heldur en þegar eldgosið í Eyjafjallajökli stóð sem hæst.

Leitir í Google náð sögulegum hæðum

Hefur fjöldi leitarfyrirspurna á Google um Ísland í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi náð sögulegum hæðum og er fjöldi leita í þessum löndum orðin meiri en var í kringum eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Einnig er greinilega fjölgun á heimsvísu en leitir í Google um Ísland hafa meira en tvöfaldast í júní mánuði.

Einnig sást í gær meira en tvöföldun í heimssóknum á landkynningarsíðuna Visit Iceland í kjölfar landsleiks Íslands og Englands á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fór heimsóknarfjöldinn úr liðlega 7.000 sem er nálægt daglegu meðaltali í 15.000. Þar áður höfðu flestar heimsóknir verið 9.000 þann 14. júní síðastliðinn eftir leik Íslands og Portúgals.