*

fimmtudagur, 20. febrúar 2020
Innlent 20. desember 2013 12:42

Íslandi í 11. sæti yfir landsframleiðslu

Landsframleiðsla á mann á Íslandi í fyrra var um 15% hærri en meðaltal Evrópulandanna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Árið 2012 var verg landsframleiðsla (VLF) á mann í Lúxemborg, mælt á jafnvirðisgengi, tvisvar sinnum hærri en meðal landsframleiðslan á mann í Evrópu.

Sker landið sig talsvert mikið úr hvað varðar landsframleiðsluna, en í næstu sætum á eftir má finna Noreg, þar sem VLF á mann mældist 95% hærri en í Evrópu að meðaltali, og Sviss þar sem hún var tæplega 60% hærri en í öðrum löndum Evrópu. Samkvæmt útreikningum Eurostat var landsframleiðsla á mann á Íslandi í fyrra um 15% hærri en meðaltal Evrópulandanna segir til um, sem er óbreytt niðurstaða frá því í fyrra og árið 2010.

Ísland er þvi í 11. sæti á lista yfir mestu landsframleiðsluna á mann í Evrópu, og deilir sætinu með Finnlandi. Svíþjóð og Danmörk deila sjöunda sætinu á listanum, þar sem framleiðsla á mann mælist rúmlega fjórðungi hærri en að meðaltali á mann í Evrópu.