Ísland er spilltasta Norðurlandaríkið samkvæmt lista Transparency International sem var birtur í dag. Ísland er í 13. sæti listans, með alls 79 stig af 100 mögulegum.

Á árunum 2005 og 2006 var Ísland í fyrsta sæti listans með 95 til 97 stig. Árið 2008 var Ísland í 7. sæti með 90 stig. Árið 2013 var Ísland í 12 sæti með 78 stig.

Efstu sæti listans má sjá hér:

  1. Danmörk, 91 stig
  2. Finnland 90 stig
  3. Svíþjóð 89 stig
  4. Nýja-Sjáland 88 stig
  5. Holland 87 stig
  6. Noregur 87 stig
  7. Sviss 86 stig
  8. Singapore 85 stig
  9. Kanada 83 stig
  10. Þýskaland 81 stig

Neðstu fimm sæti listans verma:

  1. Sómalía 8 stig
  2. Norður Kórea 8 stig
  3. Afganistan 11 stig
  4. Súdan 12 stig
  5. Suður Súdan 15 stig