Íslandsbanki hefur eignast óseldar lóðir félagsins Búgarðabyggðar, sem liggja á milli Selfoss og Eyrarbakka. Á landi Búgarðabyggðar var gert ráð fyrir 100 lóðum. Fólki gafst kostur á að kaupa allt að tíu þúsund hektara lóð og reisa sér þar heilsárshús með aðstöðu fyrir hesta og aðrar skepnur. Íslandsbanki lánaði tveimur landeigendum verðtryggt kúlulán upp á um 800 milljónir króna til kaupa á landinu og uppbyggingar á svæðinu.

Byrjað var að selja lóðir á svæðinu vorið 2006. Eftir því sem næst verður komist stöðvuðust framkvæmdir í hruninu. Til marks um það seldust lóðir fyrir aðeins 3,5 milljónir króna árið 2012 og var eigið fé félagsins neikvætt um 350 milljónir króna. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í október í fyrra. Lýstar kröfur námu rétt rúmum milljarði króna.