Íslandsbanki endurgreiðir skilvísum viðskiptavinum sem eru í Vild, Gullvild eða Platínum hluta af greiddum vöxtum skuldabréfa síðasta árs, samtals 50 milljónir króna, segir í fréttatilkynningu.

Þetta eru um tíu þúsund viðskiptavinir bankans.

Skilvísir viðskiptavinir í Vild fá 5% endurgreiðslu og þeir sem eru í Gullvild og Platínum fá 6%.

Endurgreiðsla vaxta tekur til skuldabréfalána sem veitt eru í útibúum bankans, til dæmis almennra skuldabréfalána og óverðtryggðra og erlendra húsnæðislána.

Viðskiptavinurinn þarf að hafa staðið í skilum með afborganir lánsins á árinu 2005.