Olíufélögin lækkuðu bensínverð í gær um 1,5 krónu á lítra. Í ljósi þessa eru nú mestar líkur á 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs á milli ágúst og september, í stað 0,6% hækkunar sem spáð var á mánudag. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Útsölulok eiga stærsta þáttinn í hækkun vísitölunnar á milli mánaða. Ef spáin gengur eftir mælist verðbólgan 3,5% í september. Verðbólgan er nú 3,7% og er því yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans (2,5%) og nærri efri þolmörkum peningastefnunar (4%).

Hagstofan mun birta vísitölu neysluverðs þann 10. september næstkomandi.