Íslandsbanki hefur keypt rúma 1 milljón hluta í KredittBanken til viðbótar við það sem bankinn hafði áður keypt. Eignarhlutur Íslandsbanka í KredittBanken er því nú um 9,1%. Til viðbótar við eignarhlut Íslandsbanka var tilkynnt þann 12 ágúst s.l. að um 19% hluthafa hafi gefið fyrirfram samþykki fyrir sölu á bréfum sínum til Íslandsbanka. Íslandsbanki hefur fengið því til viðbótar fyrirfram samþykki hluthafa Kredittbanken fyrir sölu þeirra á 2.632.000 hlutum á genginu 7,25 eða sem nemur 5,52% hlutafjár.

Íslandsbanki hefur því fengið fyrirfram samþykki frá 24,25% hluthafa KredittBanken fyrir sölu á hlutafé sínu á genginu 7,25 með þeim fyrirvörum og skilmálum sem tilkynnt var um þann 12. ágúst s.l..

Samtals er eignarhlutur Íslandsbanka í KredittBanken og fyrirfram samþykktar sölur því um 33,35%