*

þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Innlent 26. september 2019 10:25

Íslandsbanki fækkar starfsfólki um 25

Tuttugu hefur verið sagt upp í ýmsum deildum, flestum í höfuðstöðvum bankans, og fimm hætta vegna aldurs.

Ritstjórn
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Haraldur Guðjónsson

Íslandsbanki hefur sagt tuttugu manns upp störfum, samkvæmt frétt Vísis.

Flestum verður að sögn sagt upp í höfuðstöðvum bankans. Almennar hagræðingaraðgerðir er að ræða að sögn Eddu Hermannsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans.

Uppsagnirnar dreifast á deildir, og auk þeirra verða ekki ráðnir nýir starfsmenn til að fylla í skarð fimm starfsmanna sem hætta munu störfum vegna aldurs í mánuðinum.

Fregnirnar koma fast á hæla tilkynningar Arion banka í morgun um að 100 starfsmönnum, eða um áttunda hluta starfsliðs bankans, hafi verið sagt upp.

Stikkorð: Íslandsbanki