Fjármálaeftirlitið hefur veitt Íslandsbanka leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa. Leyfið var veitt síðastliðin föstudag, samkvæmt vefsíðu FME. Sértryggð skuldabréf eru tryggð með ákveðnum eignum banka, til að mynda íbúðalánum.

Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að Arion banki stefnir einnig að útgáfu sértryggða skuldabréfa, en umsóknir Íslandsbanka og Arion hafa verið í ferli hjá FME.