Talið er að Íslandsbanki sé í viðræðum við nokkra aðila um að kaupa breska teframleiðandann Typhoo Tea, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Bankinn er söluráðgjafi breska matvöruframleiðandans Premier Foods sem hefur ákveðið að selja Typhoo.

Talið er að indversku fyrirtækin Britannia Industries og Apeejay, ásamt ónafngreindu bresku félagi, hafi sóst eftir að fá upplýsingar um Typhoo. Búist er við tilboðum á bilinu 154-171 milljón Bandaríkjadala (10-11 milljarðar íslenskra króna).

Pétur Einarsson er forstöðumaður fjárfestinga- og alþjóðasviðs Íslandsbanka í London. Pétur neitaði að tjá sig um málið.