Íslandsbanki hefur keypt tæpan 10% eignarhlut í Bank2 sem er nýstofnaður viðskiptabanki í Noregi. Bank2 mun sérhæfa sig í endurfjármögnun á skuldum einstaklinga og lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru í tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Bankinn stefnir að því að marka sér sterka sér stöðu þegar kemur að því að endurfjármagna og endurskipuleggja fjárhag fyrirtækja og einstaklinga.