Íslandsbanki hefur fjármagnað ISK 1,4 milljarða kaup stjórnenda á breska kökuframleiðandanum Kate's Cakes. Félagið sérhæfir sig í gerð á hágæða handgerðum kökum. Skuldsett fjármögnun annaðist fjármögnun yfirtökunnar sem er gerð með samþættri fjármögnun, þ.e. með hefðbundni lánveitingu, millilagsfjármögnun og hlutafé. Íslandsbanki mun eiga 25% hlutafjár í félaginu og stjórnendur 75%. Andvirði samningins er um 1,38 milljarðar íslenskra króna (£13 milljónir).

Kate's Cakes býr til hágæða handgerðar kökur sem það selur til kaffihúsa og verslana í Bretlandi. Fyrirtækið notast eingöngu við fersk gæða hráefni við framleiðslu og forðast gerviefni og aukaefni þar sem því er komið við. Stjórnendur áttu minnihluta í félaginu á móti fjárfestingasjóði, sem nú selur hlut sinn.

Ráðgefendur Kate's Cakes völdu Íslandsbanka til þess að leiða fjármögnunina. Skuldsett fjármögnun er svið innan Íslandsbanka sem sérhæfir sig í lánsfjármögnun skuldsettra kaupa á fyrirtækjum. Sviðið hefur byggt upp sérstöðu í Bretlandi og á Norðurlöndunum sem virkur aðili í fjármögnun á matvælamarkaði.

? Kate's Cakes hefur verið í stöðugum vexti undanfarin ár?, segir Conor Byrne hjá Skuldsettri Fjármögnun, Íslandsbanka. ?Við sjáum þetta sem góða fjárfestingu enda fer fyrir félaginu öflugur hópur stjórnenda sem við treystum vel til verka. ?