*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 28. febrúar 2006 08:48

Íslandsbanki fjármagnar kaup í bandarísku sjávarútvegsfyrirtæki

Ritstjórn

Stjórnendur eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Bandaríkjanna, American Seafoods, ásamt fjárfestingasjóðnum Costal Region Villages Fund hafa samþykkt að kaupa 23% hlut í félaginu, segir í fréttatilkynningu.

Kaupverðið nemur 81,75 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar 5,4 milljörðum íslenskra króna. Íslandsbanki sá um að fjármagna kaupin, segir í tilkynningunni.

Fjárfestahópurinn er leiddur af Bernt O. Bodal, forstjóra og stjórnarformanni American Seafoods. Eftir kaupin nemur eignarhlutur Bodal í fyrirtækinu 40%. Með kaupunum ráða stjórnendur yfir meirihluta atkvæðisréttar í félaginu.

Seljandi hlutarins er bandaríski fjárfestingasjóðurinn Centre Partners.