*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 18. nóvember 2011 09:57

Íslandsbanki fjármagnar skipakaup Eimskips

Eimskip hefur keypt tvö ný gámaskip fyrir 5,8 milljarða króna. Áætlað er að skipin sigli hingað frá Kína á fyrri hluta árs 2013.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Íslandsbanki fjármagnar allt að 30% af smíði tveggja nýrra gámaskipta sem Eimskip hefur fest kaup á. Skipin eru smíðuð í Kína og er áætlaður kostnaður þeirra 5,8 milljarðar króna.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að skipin voru hönnuð í Þýskalandi. Þau eru hvort um sig 875 gámaeiningar að stærð og tenglar fyrir 230 frystigáma. Burðageta skipanna er um 12.000 tonn, lengd 140,7 metrar og breidd 23,2 metrar.

Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent á fyrri hluta árs 2013.

Á myndinni eru eftirfarandi: Hilmar Pétur Valgarðsson, fjármálastjóri Eimskips, Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka við undirritun.

Stikkorð: Íslandsbanki Eimskip