*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 27. febrúar 2006 06:51

Íslandsbanki gefur út skuldabréf í Hong Kong

Ritstjórn

Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf í Hong Kong að virði HK$200 milljónir (1,72 milljarðar íslenskra króna), samkvæmt upplýsingum frá Standard Chartered, bankanum sem leiðir útboðið.

Bréfin eru seld á pari, eða nafnverði, og bera 4,445% vexti og endurgreiðast þann 1. mars, 2007.

Íslandsbanki sótti fyrstur íslenskra banka fjármagn til Eyjaálfu, þegar bankinn gaf út svokölluð kengúrubréf í áströlskum dollurum í fyrra.

Bankinn er með lánshæfismatið A á Fitch Ratings og A2 hjá Moody's Investors Service.