Íslandsbanki hefur gert samstarfssamning við IntraFish Media.

IntraFish Media er leiðandi fyrirtæki í sjávarmatvælafréttum. Samningurinn veitir viðskiptavinum IntraFish aðgang að efni greiningardeildar Íslandsbanka. Að sama skapi fær Íslandsbanki markaðsaðstoð frá IntraFish.

?Samstarfið mun veita áskrifendum okkar ítarlegar fjárhagsupplýsingar og greiningar. Það er ekki hægt að fá þær frá neinum öðrum sjávarmatvælafréttamiðli," segir Pål Korneliussen, útgefandi IntraFish Media.

?Með skuldbyndingu okkar við sjávarmatvælaiðnaðinn munum við áfram þróa skýrslur og greiningar sem eru mjög dýrmætar fyrir sjávarmatvæla fyrirtæki á alþjóðamarkaði. Við völdum markaðsleiðandi sjávarmatvæla fyrirtæki til þess að dreifa upplýsingunum, og erum mjög ánægðir með samninginn," segir Magnús Bjarnason framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka.