Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag en samhliða honum var gefin út árskýrsla bankans. Fundurinn samþykkti ársreikning bankans og að greiða 9 milljarða króna arð til hluthafa hans vegna rekstrarársins 2014.

Þá hætti John Mack í stjórn bankans og Eva Cenderbalk var kjörin í hans stað. Stjórnarmenn eru nú eftirtaldir: Friðrik Sophusson stjórnarformaður, Árni Tómasson, Neil Graeme Brown, Eva Cederbalk, Helga Valfells og Þóranna Jónsdóttir.

Hægt er að nálgast ársskýrslu bankans hér .