*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 26. nóvember 2021 15:13

Íslandsbanki hækkar vexti

Nú hafa allir stóru bankarnir hækkað vexti í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands.

Ritstjórn
Allir stóru bankarnir hafa hækkað vexti í vikunni.
Haraldur Guðjónsson

Íslandsbanki hefur hækkað vexti í kjölfar 0,5% stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Nú hafa allir stóru bankarnir tilkynnt vaxtahækkanir, en Arion fylgdi eftir vaxtahækkunum Landsbankans í gær, líkt og kom fram í Viðskiptablaðinu.

Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,20 prósentustig og eru nú 3,80%, Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 3 ára hækka einnig um 0,20 prósentustig og eru nú 4,65%. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 5 ára haldast óbreyttir í 5,5%.

Breytilegir óverðtryggðir innlánsvextir hækka um allt að 0,50 prósentustig eða haldast óbreyttir.

„Í kjölfar breytinganna verða fastir verðtryggðr húsnæðislánavextir bankans auk vextir óverðtryggðra breytilegra húsnæðislána þeir lægstu meðal íslenskra banka֧“, segir í fréttatilkynningu á vef Íslandsbanka.

Samanburður á lánakjörum bankanna og lífeyrissjóða má sjá nánar á vef Aurbjargar.

Stikkorð: banki íslandsbanki vextir