Íslandsbanki hf. hagnast um 3,5 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016. Þetta kemur fram á ársfjórðungsreikningi bankans sem birtur var í dag. Hagnaðurinn nam 5,4 milljörðum króna á sama tímabili árið 2015 og dregst því saman.

Arðsemi eigin fjár bankans var 6,9% samanborið við 11,8% á sama tíma 2015. Hagnaður af reglulegri starfsemi dregst einnig saman á milli ára og nam 3,6 milljörðum króna á fjórðungnum, samanborið við 4,4 milljarða króna á sama tíma 2015.

Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi bankans miðað við 14% eiginfjárhlutfall var 10,1% samanborið við 15,0% á sama tímabili 2015. Hreinar þóknanatekjur bankans námu 3,1 milljarði króna sem er 8,3% aukning milli ára.

Útlán bankans til viðskiptavina jukust um 1,7% eða í 677,1 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi á meðan Innlán frá viðskiptavinum minnkuðu um 8,2% milli ára og námu 544 milljörðum króna í lok tímabilsins.

Heildareignir bankans voru 1.021 milljarðar í lok tímabilsins