Afkoma Íslandsbanka  fyrsta ársfjórðungs 2011 var samkvæmt óendurskoðuðum árshlutareikningi jákvæð um 3.586 milljónir króna og nema áætluð opinber gjöld tímabilsins 1.098 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall bankans var 27,4% sem er töluvert hærra en það 16% lágmark sem FME hefur sett bankanum. Arðsemi eiginfjár var 11,7%.

Helstu niðurstöður:

  • Hagnaður bankans nam 3.586 m. kr. eftir skatta sem er það sama og fyrir sama tímabil síðasta árs.
  • Áætluð opinber gjöld tímabilsins námu 1.098 m. kr.  Þar af nam  áætlaður tekjuskattur 865 m.kr., nýr bankaskattur 55 m. kr. og atvinnutryggingagjald 178 m. kr.
  • Hreinar vaxtatekjur námu 8.061 m. kr. samanborið við 9.149 m. kr. fyrir sama tímabil árið áður. Lækkun vaxta kemur m.a. til vegna lækkunar vaxtatekna af eigin fé og lækkunar vaxtamargínu af innlánum.
  • Nettó gjaldfærsla vegna  endurmats lánasafnsins  nam  664 m. kr. samanborið við 1.176 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður.
  • Almenn virðisrýrnun nam 171 m. kr. samanborið við 561 m. kr. fyrir sama tímabil árið áður.
  • Hreinar þóknanatekjur námu 1.715 m. kr. samanborið við 1.624 m. kr. fyrir sama tímabil árið áður.
  • Önnur fjármunagjöld námu alls 138 m. kr. samanborið við 385 m. kr. fyrir sama tímabil árið áður.
  • Gengishagnaður tímabilsins nam 202 m. kr. samanborið við 127 m. kr. gengistap fyrir sama tímabil árið áður.
  • Gjaldfært iðgjald á tímabilinu í Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta var 467 m og er þar tekið tillit til væntanlegra breytinga á lögum sjóðsins. kr. Ekki er gjaldfært vegna framtíðarskuldbindinga við sjóðinn.
  • Kostnaðarhlutfall tímabilsins var 52,9%  samanborið við 40,4% á sama tímabili árið áður.
  • Heildarstærð efnahagsreiknings í lok mars var 666 ma. kr. samanborið við 683 ma. kr. í árslok 2010.
  • Arðsemi eigin fjár fyrir tímabilið  var 11,7% samanborið við 15,3% á sama tímabili árið áður.
  • Eiginfjárhlutfall (total capital ratio) í lok mars nam 27,4% en það lágmark sem FME hefur sett bankanum er 16%. Eiginfjárhlutfall í árslok 2010 var 26,6%.
  • Heildarútlán til viðskiptavina og fjármálafyrirtækja námu um 529 ma. kr., en innlán námu um 410 ma. kr. Heildarútlán í lok árs 2010 námu 546 ma. kr og innlán 423 ma. kr.
  • Hlutfall innlána af útlánum var 77,4% í lok tímabils samanborið við 77,5% í árslok 2010.
  • Eigið fé í lok mars var 124 ma. kr. samanborið við 121 ma. kr. í árslok 2010.
  • Meðal stöðugildi samstæðunnar á tímabilinu voru 1.139 samanborið við  1.018 meðalstöðugildi á sama tímabili árið áður.  Aukningin er m.a. tilkomin vegna nýrra dótturfélaga í samstæðunni á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Hér má sjá árshlutareikning Íslandsbanka.