Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins ovar 16,7 milljarðar króna. Þetta er lækkun hagnaðar frá sama tíma í fyrra en þá var hagnaður bankans 18,2 milljarðar króna, en þá voru tekjur af einskiptiliðum umfangsmeiri. Aðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi var 11,9 milljarðar króna samanborið við 11,4 milljarðar á sama tíma 2014.

Innlán frá viðskiptavinum jukust um 10% milli ára og voru 581 milljarður í lok tímabilsins. Útlán til viðskiptavina hafa aukist um 4% frá áramótum í takt við hagvöxt, en aukningin drefist vel á mismunandi viðskiptaeiningar bankans. Eginfjárhlutfall bankans var 29,2% (hækka úr 28,3% þann 15. júní) og eignifjárhlutfall A var 26,9% (hækkar úr 25,8% þann 15. júní).

Þriðji ársfjórðungur

Hagnaður Íslandsabanka á þriðja ársfjórðungi var 5,9 milljarðar eftir skatta, en hann var 3,5 á sama tíma í fyrra. Aðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 14% eiginfjárhlutfall var 11,2% og lækkar úr 14,4% frá fyrra ári.

Lán til viðskiptavina jukust um 6,6, milljarða, eða um 1%. Innlán viðskiptavina jukust um 14 milljarða, eða um 2,5%.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

,,Afkoma Íslandsbanka fyrstu níu mánuði ársins var mjög góð. Við sjáum áframhaldandi fjölbreytni í tekjustoðum bankans og jukust þóknanatekjur  um 17% milli ára. Á sama tíma hefur vöxtur útlána verið hóflegur. Seðlabanki Íslands hækkaði bindiskylduna í lok september sem dregur úr útlánagetu bankanna, en við vonum að hér sé um tímabundna aðgerð að ræða. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard and Poor's hækkaði bankann í fjárfestingarflokk BBB-/A-3 í júlí og staðfesti nýlega mat sitt  eftir að tilkynnt var um aðgerðir tengdum afléttingu hafta.


Á fjórðungnum gaf Íslandsbanki út nýja þjóðhagsspá, en gert er ráð fyrir yfir 4% hagvexti næstu tvö ár. Eins hélt bankinn fjölda funda um fjármál og efnahagsmál sem hafa verið mjög vel sóttir. Við finnum fyrir miklum áhuga á fræðslustarfi bankans og má þá sérstaklega nefna áhuga ungs fólks á fundum um fjárfestingar og sparnað."