*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 1. febrúar 2006 12:23

Íslandsbanki hækkar óverðtryggða vexti

Ritstjórn

Íslandsbanki hefur ákveðið í framhaldi af stýrivaxtabreytingu Seðlabanka Íslands að hækka óverðtryggða inn- og útlánsvexti, segir í tilkynningu frá bankanum.

Seðalbanki Íslands hækkaði stýrivexti um 25 punkta í 10,75% í síðustu viku.

Í tilkynningu Íslandsbanka segir að vextir innlána hækka um 0,10% til 0,25% og útlán hækka um 0,25%.

Breyting á gjaldeyrisreikningum í Bandaríkjadölum er að vextir hækka úr 2,40% í 2,55%, Sterlingspundum lækka úr 2,65% í 2,60%, kanadískum dölum hækka úr 1,45% í 1,65%, norskum krónum lækka úr 0,80% í 0,75%, sænskum krónum hækka úr 0,35% í 0,40% og evrumlækka úr 0,75% í 0,70%.