Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. desember. Ákvörðunin um það er tekin í ljósi tilkynningar Seðlabankans um hækkun stýrvaxta um 1 prósentustig. Vextir óverðtryggðra inn- og útlána hækka um 0,75 til 1%, mismunandi eftir innlánsformum.

Vextir verðtryggðra inn- og útlána breytast ekki.