Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka vexti íbúðalána úr 4,15% í 4,35%, segir í tilkynningu frá bankanum.

?Bankinn fylgir eftir hækkandi vaxtastigi í landinu sem er til þess fallið að draga úr þenslu og verðbólgu," segir í tilkynningunni.

Ávörðun Íslandsbanka kemur eftir að Íbúðalánasjóður hækkaði vexti sína í dag í kjölfar útboðs íbúðlánabréfa í gær.

Í tilkynningu frá Íbúðalanasjóði segir að boðið verði upp á tvo valkosti í útlánsvöxtum, annars vegar 4,35% og hins vegar 4,6%. Vextir sjóðsins voru 4,15% fyrir hækkunina í gær.

Lán Íbúðalánsjóðs án uppgreiðsluþóknunar bera 4,6% vexti en lán með uppgreiðsluþóknun bera 4,35% vexti.