Undirbúningur að sölu Íslandsbanka fer nú fram í bankanum samkvæmt frétt DV í dag en blaðið vísar til heimilda. Í fréttinni kemur fram að vinnuteymi innan bankans vinnu að sölunni í samvinnu við svissneska risabankann UBS en jafnframt komi bandaríski bankinn Merrill Lynch að málinu. Málið er að sögn DV aðeins á vitorði örfárra æðstu stjórnenda bankans. Talið er að hægt væri að fá 130-150 milljarða króna fyrir bankann.

Upphaflega stóð til að ljúka sölunni fyrir árslok en það mun þó væntanlega ekki nást. Fullyrt er í frétt DV að a.m.k. 3-4 erlendar fjármálastofnanir hafi girnst bankann en öðru fremur er það sérþekking bankans á orkugeiranum og sjávarútvegi sem falast er eftir og að viðræður um hugsanleg kaup hafi farið fram síðan í vor. Þá hefur Deutsche Bank, sem er stærsti eigandi Íslandsbanka, lýst því að Íslandsbanki sé ekki langtímaeign.