*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 24. nóvember 2011 10:55

Íslandsbanki greiðir 6,6 milljarða fyrir Byr

Alþingi hefur samþykkt sölu á hlut ríkisins í Byr. Kaupverð er 6,6 millajrðar króna. Stefnt er að sameiningu í byrjun næsta árs.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Íslandsbanki hefur fengið græna ljósið hjá Alþingi til að kaupa hlut ríkisins í Byr. Íslandsbanki kaupir 11,8% hlut ríkisins og 88,2% hlut skilanefndar Byrs á 6,6 milljarða.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að bankarnir munu nú sameinast undir merkjum Íslandsbanka.

Efnahagsreikningur sameinaðs banka verður um 814 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall bankans, miðað við samrunareikning. Núverandi lágmarkskrafa Fjármálaeftirlitsins er 16%.

Í tilkynningunni kemur fram að útibú bankans verði rekin áfram með óbreyttu sniði fyrst um sinn en gera má ráð fyrir að fyrsta sameining útibúa fari fram eftir áramót. Viðskiptavinir Byrs hf. geta áfram notað alla innlánsreikninga, greiðslukort og heimabanka eins og áður, sem og aðra þjónustu.

Stefnt er að því að sameiningarferlinu ljúki á fyrstu mánuðum næsta árs.

Stikkorð: Íslandsbanki Byr