*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 12. apríl 2019 13:25

Íslandsbanki lækkar húsnæðislánavexti

Þann 15. apríl næstkomandi verða fastir vextir húsnæðislána Íslandsbanka lækkaðir.

Ritstjórn
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Haraldur Guðjónsson

Þann 15. apríl næstkomandi verða breytingar gerðar á föstum vöxtum húsnæðislána Íslandsbanka, að því er bankinn greinir frá í fréttatilkynningu.

Í A - lánunum er lánað gegn fyrsta veðrétti eða í samfelldri veðröð frá og með fyrsta veðrétti. Lánað er allt að 70% af fasteignamati ríkisins, en lántakendum stendur til boða viðbótarlán upp í 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis. Viðbótarlánin, kölluð B-lán, eru til allt að 25 ára.

Vaxtalækkanirnar verða eftirfarandi:

Verðtryggð húsnæðislán

Fastir vextir í 5 ár

  • A-lán voru 3,65% og verða 3,60%

Óverðtryggð húsnæðislán

Fastir vextir í 3 ár

  • A-lán voru 6,95% og verða 6,80%
  • B-lán voru 8,05% og verða 7,90%

Fastir vextir í 5 ár

  • A-lán voru 7,40% og verða 7,10%
  • B-lán voru 8,50% og verða 8,20%
Stikkorð: Íslandsbanki
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is