Íslandsbanki hefur í á annað ár verið með til sölu húsnæði fiskvinnslunnar Toppfisks á Fiskislóð á Granda í Reykjavík. Toppfiskur var l ýstur gjaldþrota í apríl árið 2019 en yfir 60 stöðugildi voru hjá félaginu.

Fasteignin komst í eigu bankans árið 2018. Ásett verð nú er 480 milljónir króna en var 690 milljónir þegar það var fyrst auglýst til sölu eftir gjaldþrotið árið 2019 og hefur því lækkað um 30%.

Húsnæðið er tæplega 2.800 fermetrar og stendur á er á 6.753 fermetra malbikaðri lóð. Í auglýsingu um húsnæðið kemur fram að húsnæðið sé hannað til fiskvinnslu en engin tæki og tól þess fylgi með í kaupunum.