Íslandsbanki hefur lækkað óverðtryggða vexti um á bilinu 0,25 til 0,5 prósentustig í kjölfar 0,5% stýrivaxtalækkunar seðlabankans í gær.

Breytilegir óverðtryggðir húsnæðislánavextir og bílaánavextir Ergo lækka um 0,3%, yfirdráttarvextir um 0,25-0,5%, innlánsvextir um allt að 0,5%, og óverðtryggðir breytilegir kjörvextir um 0,25%.

Þetta er önnur vaxtalækkun bankans í vikunni, en hann lækkaði vexti einnig á mánudag, eftir að seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5% í síðustu viku, sem hafa því lækkað um 1% á viku.

Samanlagt hafa óverðtryggðir húsnæðislánavextir nú lækkað um 0,75% í vikunni, bílaánsvextir um 0,7%, og yfirdráttarvextir um 0,6-1%.

Lækkanir mánudagsins tóku gildi í dag, en þær lækkanir sem tilkynnt var um í dag taka gildi næstu mánaðarmót.